Þröstur Jóhannsson

Click here to edit subtitle

Upptökur - Hljóðblöndun - Tónjöfnun

Þröstur  er með víðtæka reynslu í tónlist. Hann hefur hljóðritað og leikið inná fjölda hljómplatna undan farin 20 ár. Hann hefur spilað á gítar með hinum og þessum hljómsveitum, starfað sem tónlistarkennari og hefur verið liðtækur lagasmiður og útsetjari fyrir þær hljómsveitir sem að hann hefur starfað í. Einnig hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og unnið að hljóðmynd fyrir leikhús.  Þröstur er með Diploma í hljóðvinnslu frá SAE Instidude London (2007). Meðal listamanna sem að Þröstur hefur hljóðritað eru: Sniglabandið, Skálmöld, Vesturport, Egill Ólafsson, Hreimur Örn Heimisson og Tom McKean and the Emperor´s (UK).

Þrátt fyrir að gítarinn sé hans aðal hljóðfæri, þá hefur hann verið duglegur að grípa í hin ýmsu hljóðfæri við upptökur þegar að þess þarf. Þar á meðal eru trommur, bassi, mandolín. klukkuspil, pianó, munnharpa og slagverk og mörg önnur til viðbótar. 
Frekari upplýsingar gefur Þröstur í síma 695 6848 eða [email protected]